Jökulfall er líka kallað Jökulkvísl. Upptök þess eru nokkrar kvíslar úr Hofsjökli og vestust er Blákvísl í Blágnípuveri, sem fellur í Jökulfallið hjá Gýgjarfossi. Innri-og Fremri-Árskarðsár falla í það. Vatnasviðið er u.þ.b. 380 km² og meðalrennslið 25-30 m³/sek austan Tangavers.
Áin er brúuð á leiðinni til Kerlingarfjalla og undir brúnni er fossinn Hvinur. Jökulfallið sameinast Hvítá skammt neðan Hvítárvatns.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: