580 Siglufjörður
Sími: 467-
9 holur, par 34.
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu. Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stærsta mjölverksmiðja landsins. Þar er síldarminjasafn og síldarhátíðir eru haldnar þar á hverju sumri. Eftir að síldin hvarf í þrjá áratugi, byggðu Siglfirðingar upp öflug fiskvinnslufyrirtæki og útgerð og er atvinnuástand þar gott, en mikil niðursveifla varð þegar síldin hvarf. Ferðaþjónusta er fjölbreytt og áhugavert er að skoða nágrenni Siglufjarðar, s.s. Héðinsfjörður og Siglunes.