Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skriðuvatn

Veiði

Skriðuvatn er í Skriðdalshreppi. Það er 1,25 km², dýpst 10 m og er í 155 m hæð yfir sjó. Öxará og  Vatnsdalsá renna til þess og úr því fellur Múlaá, sem sameinast Geitdalsá úr Norðurdal og eftir það heitir áin Grímsá. Hringvegurinn nr. 1 liggur meðfram því endilöngu. Allmikið af urriða er í vatninu, allt upp í 5 pund. Veiðistaðir eru margir og fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Netaveiði er ekki leyfð, þótt hún yrði líklega til verulegra bóta.

Veiðikortið:
Leyfilegt er að veiða á milli kl. 8.00 til kl. 22.00.

Veiði er heimil frá 1. júní til 31. ágúst.

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Veiðivörður / umsjónarmaður:

Bragi Björgvinsson á Víðilæk, Ívar Björgvinsson á Djúpavogi og Laufey Sólmundsdóttir, Vatnsskógum í Skriðdal

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 648 km og 50 km frá Egilsstöðum.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Hallormsstaður
Stærsti skógur Íslands Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur Íslands, 27 km frá Egilsstöðum, austan Lagarfljóts og 5 km frá Jökulsár í Fljótsdal. Ár…
Skriðuklaustur
Þetta fornfræga stórbýli er næsti bær við kirkjustaðinn og prestsetrið Valþjófsstað. Bærinn hét upprunalega Skriða, en það breyttist, þegar Stefán Jón…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )