Hamarsá er í Geithellnahreppi í Suður-Múlasýslu. Hamarsá á upptök sín við Þrándarjökull og í drögum
Hamarsdals. Hún rennur eftir endilöngum Hamarsdal,og dragast til hennar smáár og lækir uns hún fellur í Hamarsfjörð, sem er ásamt Álftafirði aðeins lón, innan við langt sjávarrif.
Veiðin er sjógengin bleikja, mjög misjöfn að stærð og veiðast oft stórir fiskar innanum. Lax hefur fengist í Hamarsá. Veiðistaðirnir eru margir og veiðilegir, en þar sem Hamarsá er ekki fiskgeng nema um 6 km. frá ósnum, er skammt að fara til veiða. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 560 km og um 12 km frá Djúpivogi.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: