Hafnir
Ferðavísir
Reykjavik 56 km | <- Hafnir -> | Keflavik 10 km | Grindavik 28 km | Blue Lagoon 24 km | Keflavik Airport 13 km
Hafnir, Keflavík og Njarðvík runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær.
Hafnir eru annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi en byggð þar er fámenn nú miðað við það sem áður var.
Árið 1881 (26. júní) rak mannlaust timburskip, Jamestown, upp við við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar í Ósunum gegnt Kotvogi. Það var mannlaust og virtist hafa verið lengi á reki, því að reiði og seglbúnaður var horfinn. Fjölmargir húsbyggjendur á Suðvesturlandi nutu góðs af timburfarmi skipsins (sjá Sandgerði) og akkeri skipsins er nú varðveitt framan við fyrrum sæfiskasafn í Höfnum við Nesveg.
Hafnaberg er suður af Höfnum og er þar skemmtileg og vel vörðuð gönguleið en þar eru nokkrir af beztu stöðum til fuglaskoðunar á landinu. Frá Hafnabergi má einnig oft sjá smáhveli í ætisleit rétt við landsteina.
Gönguleiðir liggja vítt og breitt umhverfis Hafnir. Þaðan er hægt að ganga út á Reykjanestá, skoða fugla, gíga, háhitasvæði og önnur náttúruundur. Svo er vesturendi Reykjavegarins eftir Reykjanesinu endilöngu til Nesjavalla rétt hjá.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: