Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Einarslón

Einarslón er eyðibýli vestan Malarrifs, innan þjóðgarðs í Breiðuvíkurhreppi, fyrrum kirkjustaður. 
Samkvæmt manntali 1703 bjuggu þar 62 manns og 35 manns öld síðar. Bærinn fór í eyði um miðja 20. öldina. Kirkja var fyrst byggð þar 1563 og lögð niður 1880. Um tíma átti Jóhannes Sveinsson Kjarval helming jarðarinnar og fékk þar talsverðan efnivið í listaverk sín. Þrælavík er milli Einarslóns og Malarrifs. Þar fórst póstskipið Søløven 1857. Það var síðasta seglskipið, sem annaðist póstflutningar til landsins og gufuskip tóku við.

Myndasafn

Í grennd

Malarrif
Malarrif er bær í Breiðuvíkurhreppi undir Jökli, skammt vestan við Lóndranga. Þangað eru um tveir km frá þjóðbraut og eru Malarrif sem syðsti hluti Sn…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )