Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Hvammstanga

Hvammstangi

Þarna hefur verið verzlunarstaður síðan 1846. Smám saman byggðist upp útgerð var (aðallega rækja) og fiskverkun. Íbúarnir hafa sýnt mikinn dugnað við uppbyggingu fjölbreyttrar ferðaþjónustu, sem fer sívaxandi ár frá ári. Ásamt náttúruskoðun almennt, er lögð mikil áherzla á sela- og fuglaskoðun. Sívaxandi fjöldi ferðamanna staldrar við á Hvammstanga til að njóta fagurrar og friðsællar náttúru Vatnsnessins, sem er ekki eins langt úr alfaraleið og margir halda. Ferð um Vatnsnes ber fortíðinni og náttúruöflunum þögult vitni.

Einstakt tjaldstæði í skjólgóðum hvammi fyrir ofan bæinn, með fínu þjónustuhúsi og góðri þjónustu fyrir tjald- og húsvagna.

Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Sundlaug
Gönguleiðir
Þvottavél
Salerni
Rafmagn

Myndasafn

Í grennd

Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )