Eyjar eru eyðibýli í sumarábúð á Bölum í Strandasýslu. Þorgilssaga og Hafliða getur þess, að jörðin hafi heitið Oddbjarnareyjar fyrrum. Ofan bæjar er hamrabrött Eyjahyrnan með fossinum Blæju, sem er áberandi. Æðarvarp er talsvert.
Fyrir landi eru Eyjar og sker. Strákaey er ein þeirra. Hún fékk nafn af vetrardvöl franskra hvalfangara þar og þar eru enn þá tóftir skýla, sem þeir byggðu. Svo virðist sem þeir hafi brætt hval í eyjunni, því að þar er talsvert af rauðum múrsteini. Það ríkti nokkurs konar ástand á meðan Frakkarnir voru í eyjunni eins og þessi visa gefur í skyn.
Á eyjum var þá ógar vas
Og á stúlkum gangur.
Hvert kvöld hafi kapteinn Kras
Konuna manns til sængur.