Bjarnarfjörður nyrðri er sunnan Skjaldarbjarnarvíkur, 4-5 km langur og tæplega kílómetri á breidd. Skriðjökull úr Drangajökli gengur niður í fjarðardalinn.
Þjóðsagan segir, að 19 manns hafi farizt í Þröskuldargili. Árið 1955 var grafin upp kofatótt í Langanesgili í sunnanverðum firðinum. Talið er, að þar hafi Fjalla-Eyvindur átt skjól um tíma. Meyjarmúli er sunnan fjarðar og utan hans er Drangey auk fleiri skerja og hólma.
Langt er liðið síðan þarna var byggð, en finna má seltóttir. Jökulsáin Bjarnarfjarðarós rennur um dalinn til sjávar.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: