Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jarðbaðshólar

Mývatn - jarðböðin

Jarðbaðshólar eru fornir gígar rétt sunnan við þjóðveg #1, milli Námaskarðs og Reykjahlíðarþorps.   Gígaröðin, sem myndaðist í Mývatnseldum hinum fyrri 1725, nær vestan í þá. Hraunin, sem runnu milli Reykjahlíðar og Geiteyjarstrandar eru talin hafa runnið þaðan. Jarðhitinn á þessu svæði er talsverður enn þá og gufur leggur víða upp í gegnum sprungur í gígunum og hraununum.

Þarna var byggður kofi yfir gufuútstreymi á sprungu, síðast árið 1950, þar sem fólk fór í gufubað og nafnið á hólunum er dregið af. Þessa þurrabaðs, eins og það var nefnt, er fyrst getið í heimildum frá Gísla biskupi Oddssonar í Skálholti frá 1638. Hann mælir eindregið með þessu gufubaði og segir það mikla heilsubót (Undur Íslands). Sagt er, að Guðmundur biskup góði hafi vígt baðið og heilnæmast sé að baða sig þar frá Jónsmessu til Þingmaríumessu (24. júní til 2. júlí). Þetta olli mikilli aðsókn á þessu tímabili, líkt og á pílagrímastöðum. Allt fram á okkar daga hefur fólk, sem þjáist af gigt, mælt með böðum í Jarðbaðshólum.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir við Mývatn
Göngluleiðir eru margar og fjölbreyttar við Mývatn. Hér fylgja stuttar lýsingar á helzt leiðum, sem eru merktar. Upplýsingarnar hér eru byggðar á bækl…
Krafla
Nafnið á fjallinu, sem heitir Krafla, hefur teygzt út yfir háhitasvæðið suðvestan þess eftir tilkomu  virkjunarinnar frá 1974. Leirhnjúkur er á syðsta…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )