Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búrfellsheiði

Búrfellsheiði nær yfir stórt svæði í 200-300 m.y.s. sunnan Þistilfjarðar. Nafngjafinn er Búrfell (620m) á heiðinni miðri. Vestan hennar er Laufskálafjallgarður. Þetta heiðarflæmi er eitt hið grózkumesta og fegursta í Norður-Þingeyjarsýslu, mýrlent, þakið vötnum og mólendi á milli. Heiðin er upprekstrarland Öxarfjarðar, Hólsfjalla og Þistilfjarðar.

Gangnamenn frá Hólsfjöllum gista í kofa á eyðibýlinu Hvannstöðum en Öxarfirðingar hjá Búrfelli. Fyrrum voru allmörg býli á heiðinni. Bærinn Foss fór í eyði síðla á 19. öld vegna reimleika.

Lækir frá vötnum á heiðinni mynda Svalbarðsá, sem fellur til sjávar í Þistilfirði.

 

Myndasafn

Í grennd

Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880.…
Öxarfjörður
Mynd Kópasker Öxarfjörður eða Axarfjörður er á milli Tjörness og Melrakkasléttu. Flóinn er u.þ.b. 30 km breiður milli  Knarrarbrekkutanga og Kópask…
Svalbarðsá
Vestasta áin í Þistilfirði. Þetta er meðalstór bergvatnsá, sem veidd er með 2-3 stöngum. Laxgengt er eina  15 kílómetra fram að Stórafossi og þangað b…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )