Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kollafjörður

Kollafjörður og Esjan

Kollafjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Seltjarnarness og Kjalarness en almennt nær þetta nafn aðeins  víkina næst Esju. Kollafjörður og Mógilsá eru jarðirnar fyrir botni hans. Skógrækt ríkisins á bækistöð að Mógilsá og Laxeldisstöð ríkisins hóf starfsemi að Kollafirði árið 1961. Út með firðinum norðanverðum sunnan Esjunnar er Leiðvöllur, þar sem talið er, að þar hafi Þorsteinn Ingólfsson hafi stofnað Kjalarnesþing hið forna. Síðar var þingstaðurinn fluttur að Elliðavatni og árið 930 var Alþingi stofnað á Þingvöllum, sem var jafnframt þing Kjalnesinga.

Í Laxeldisstöð ríkisins voru stundaðar eftir efnum tilraunir og rannsóknir með klak, fiskeldi og hafbeit. Þar voru líka hrogn og eldisseiði til sölu til fiskræktar og fiskeldis. Í tengslum við hafbeitina var stöðugt meiri fjöldi seiða merktur til að kanna heimtur, feril o.fl. Merktir laxar fundust við Noreg, Færeyjar og Vestur-Grænland. Urriða- og bleikjuhrognum var klakið í stöðinni auk laxahrogna og seiði þeirra alin til sölu til fiskræktar í ám og vötnum eða í öðrum eldisstöðvum. Tilraun var gerð með eldi bleikju til manneldis og hún var seld til matar á árunum 1974-75. Þá var gerð tilraun með sölu veiðileyfa í tjörn niðri undir þjóðvegi, þar sem silungi og laxi var sleppt. Tilgangurinn var að vekja áhuga manna á þessum afþreyingarmöguleika sem afþreyingarmöguleika sem atvinnugrein.
(Sjá grein Þórs Guðjónssonar í Frey II 1996; 50 ára afmælisrit).

Eyjarnar í Kollafirði:
Lundey, Akurey, Engey og Þerney eru á Náttúruminjaskrá.

Myndasafn

Í grennd

Eyjarnar í Kollafirði
Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í sögu Reykjavíkur en þar hefur verið stundaður búskapur ýmis konar einkum nýting hlunninda svo sem fuglse…
Reykjavík, Ferðast og Fræðast
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )