Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Landmannalaugar Skálar FÍ

Landmannalaugar

Ferðafélag Íslands byggði fyrsta skálann í Landmannalaugum árið 1951 en núverandi hús er að stofni frá  1969. Skálarnir standa í u.þ.b. 600 m hæð yfir sjó við jaðar Laugahrauns og rétt við heitar uppsprettur, sem eru vinsælar til baða. Húsið er á tveimur hæðum. Niðri er stór svefnskáli, eldhús, húsvarðarstofa, rúmgott anddyri og geymsla. Uppi eru 3 svefnloft og lítið kvistherbergi. Alls hýsir skálinn 75 manns í kojum og á dýnum. Húsið er upphitað og gas er notað til matreiðslu. Öll nauðsynleg áhöld eru í eldhúsinu. auk gistiskálans er stórt hreinlætishús með sturtum og vatnssalernum. Tjaldstæði er á flötunum við skálann. Heit, náttúruleg laug, Laugalækurinn, er steinsnar frá skálanum.

Landmannalaugar eru annaðhvort upphafs- eða endastaður gönguleiðarinnar um Laugaveginn til eða frá Þórsmörk. Umhverfis skálann er fjöldi ægifagurra gönguleiða, s.s. á Bláhnúk, Brennisteinsöldu, Skalla, Hatt eða Reykjakoll, í Suðurnámur, á Háöldu, í Brandsgil og Sveinsgil. Lengri leiðir liggja inn eftir Jökulgili eða upp á Torfajökul.

Sími frá 1. júlí til 30. september: 860-3335
GPS staðsetning: 63°59.600 19°03.660.
Heimild: Vefur Fi

Rútuáælun Landmannalaugar

Myndasafn

Í grennd

Ferðafélag Íslands, Sjáumst á fjöllum
Ferðafélag Íslands ( FÍ ) Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag um átta þúsund félagsmanna og hefur frá stofnun, árið 1927, unnið að margvíslegri þjó…
Friðland að Fjallabaki
Friðland að Fjallabaki Þetta friðland var stofnað 1979. Það nær yfir 47 km² lands og er ofar 500 m hæð yfir sjó. Svæðið er fjöllótt og eldvirkt og þa…
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )