Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ytri-Rauðamelur

Bæjarhúsin kúra undir hárri hraunbrún þar sem þjóðvegurinn sveigir frá suðri til vesturs út á Snæfellsnes.

Sel-Þórir landnámsmaður byggði sér bæ þar eins og marbendillinn, sem Grímur faðir hans  dró, spáði. Á síðari hluta 20. aldar fundust fjórir, u.þ.b. 300 ára eirkatlar í hraungjótu við túnfótinn. Árið 1570 var endurreist fornt kirkjusetur á Rauðamel og hin forna Haffjarðareyjarsókn lögð til hennar. Nú stendur falleg, lítil timburkirkja á staðnum.

Stærsta og þekktasta ölkelda landsins er í nágrenni bæjarins og er kennd við hann. Frá þjóðvegi er aðeins stundarfjórðungs gangur að henni. Gjallgígarnir ofan og austan bæjar eru bæði áberandi og formfagrir. Hinn vestari, Ytri-Rauðamelskúla, teygist u.þ.b. 222 m yfir sjó en 100 m yfir umhverfið. Í toppi hennar er grunn gígskál. Hraunið umhverfis nær yfir u.þ.b. 2,7 km², Hinn gígurinn, austan Haffjarðarár, er líka reglulega lagaður og myndaði 2,5 km², úfið apalhraun. Bæði hraunin eru u.þ.b. 2600 ára.

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )