Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ytri-Rauðamelur

Bæjarhúsin kúra undir hárri hraunbrún þar sem þjóðvegurinn sveigir frá suðri til vesturs út á Snæfellsnes.

Sel-Þórir landnámsmaður byggði sér bæ þar eins og marbendillinn, sem Grímur faðir hans  dró, spáði. Á síðari hluta 20. aldar fundust fjórir, u.þ.b. 300 ára eirkatlar í hraungjótu við túnfótinn. Árið 1570 var endurreist fornt kirkjusetur á Rauðamel og hin forna Haffjarðareyjarsókn lögð til hennar. Nú stendur falleg, lítil timburkirkja á staðnum.

Stærsta og þekktasta ölkelda landsins er í nágrenni bæjarins og er kennd við hann. Frá þjóðvegi er aðeins stundarfjórðungs gangur að henni. Gjallgígarnir ofan og austan bæjar eru bæði áberandi og formfagrir. Hinn vestari, Ytri-Rauðamelskúla, teygist u.þ.b. 222 m yfir sjó en 100 m yfir umhverfið. Í toppi hennar er grunn gígskál. Hraunið umhverfis nær yfir u.þ.b. 2,7 km², Hinn gígurinn, austan Haffjarðarár, er líka reglulega lagaður og myndaði 2,5 km², úfið apalhraun. Bæði hraunin eru u.þ.b. 2600 ára.

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )