Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Völlurnn eða Árhólma

Sléttlenda dalverpið, sem blasir við úr Kömbum norðan Hveragerðis og Hamarsins, er í rauninni ónefnt.

Árið 1703 talar Hálfdán á Reykjum um Völlinn eða Árhólma, þótt eldri nafngift finnist ekki. Vorsabæjarvellir eru fremri hluti dalsins allt að Hengilsá eins og hún rann áður neðar í honum norðan núverandi hesthúsa. Norður að núverandi farvegi heitir Árhólmar. Líklega flutti áin sig snemma á 20. öld. Hengladalsá rennur um Svartagljúfur norðan Kamba og Svartagljúfursfoss nokkra metra frá veginum nyrzt í Kömbum. Fyrrum féll hún um Nóngil tvö, litlu norðar.

Norðan undir Hamrinum er upphlaðinn hver, Grýla, sem gaus reglulega á 1½ klst. fresti en hefur látið af slíkri reglusemi. Annar frískari goshver er nú sunnan ár nær Menntaskólaseli. Fyrrum voru sel frá Reykjabæjartorfu og Vorsabæ í dalnum og síðar var stofnað til nýbýla þar (Friðarstaðir, Gufudalur). Reykjakot var þar frá fornu fari og nýbýlið Reykjakot II var reist þar skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina. Menntaskólaselið stendur milli Reykjakotanna. Það var byggt 1938 og tekið í notkun í janúar 1939 sem orlofsheimili fyrir kennara og nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Milli þess og Fossmóa var boruð hola 1940. Þar kom upp gufa af 21 m dýpi og fyrsta rafstöð landsins, sem gekk fyrir gufuafli var reist þar.

Upp frá þessu ónefnda dalverpi ganga þrír samsíða dalir um 4 km til norðurs, Reykjadalur (vestast), Grændalur (í miðju) og ónefndur dalur (austast), sem Sauðá rennur um. Gönguferðir um þá eru öllum ógleymanlegar vegna staðhátta, jarðhita (baðmöguleikar) og grózku.

Myndasafn

Í grennd

Hveragerði
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )