Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn er lítið stöðuvatn í slakka undir Vífilsstaðahlíð, sunnan Vífilsstaðaspítala. Þar er mikil bleikja, en fremur smá, eða um og rétt innan við pundið. Stöku vænni fiskur veiðist og reytingur er einnig af urriða sem er þetta 1-2 pund. Veiðistaðir eru langbestir með allri suðurströndinni og einnig undir hlíðinni að norðaustanverðu.

Veiðikortið:
Fishing card only costs 9.900 ISK.

Besti tíminn er á vorin og fram eftir júní og er vatnið vinsælt í hópi þeirra sem eru að hita upp fyrir laxinn. Fjölskyldur eru þarna einnig í góðum málum.

Leyfilegt er að veiða frá kl. 8 til kl. 24. Veiðitímabilið hefst 1. apríl og lýkur því 15. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn
Veiðivörður /umsjónarmaður á staðnum:
Golfskáli G.K.G við Vífilsstaðavatn, s: 565-7373 og Erla Bil Bjarnardóttir, garðyrkjustjóri Garðabæjar, s: 525-8588.
Vegalengdin frá Reykjavík er 11 km.

Vífilsstaðir var bær norðvestan Vífilstaða-vatns. Þar byggði fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnáms-mannsins. Hann var annar tveggja þræla Ingólfs, sem fundu öndvegissúlurnar og fengu frelsi fyrir. Vífilsfell er einnig kennt við hann, því hann var maður veðurhræddur og gekk á fellið á hverjum degi til að gá til veðurs áður en hann héldi til fiskveiða.

Myndasafn

Í grennd

Garðabær
Þingvellir 49 km, Selfoss 57 km, <Garðabær> Borgarnes 74 km, Keflavík 54 km, Grindavík 52 km. Garðabær, áður Garðahreppur, fékk kaupstaðarrét…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …
Veiði Höfuðborgarsvæði
Stangveiði á Höfuðborgarsvæðinu. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Höfuðborgarsvæðinu …
Veiðikortið
Veiðikortið 2021 til sölu.

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )