Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Víðines í Hjaltadal

Víðines er næsti bær við Hóla.

Hinn 9. september 1208 háðu Guðmundur biskup Arason og Kolbeinn Tumason eina  stórorrustu sturlungaaldar. Kolbeinn var einhver voldugasti höfðingi Norðurlands og varð til þess, að Guðmundur var kjörinn biskup nauðugur. Þeir urðu síðan hinir mestu fjandmenn. Í Viðinesbardaga var Kolbeinn með 400 manna lið en Guðmundur var fáliðaðri. Þarna féll Kolbeinn, fékk stein í höfuðið, og menn hans hörfuðu.

Jeppavegur liggur upp um Hálsgróf að eyðibýlinu Fjalli í Kolbeinsdal frá Víðinesi. Þessi leið var fjölfarin fyrrum, þegar Kolbeinsdalur var í byggð og enn þá var ferðast um Heljardalsheiði milli Hóla og Svarfaðardals.

Myndasafn

Í grennd

Hólar í Hjaltadal
Skólasetur og kirkjustaður í Hjaltadal. Um 1100 átti Illugi Bjarnason prestur jörðina. Þá var ákveðið, að  biskupsstóll skyldi settur á Norðurlandi, e…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )