Ein af þekktustu laxveiðiám landsins og ein mesta stórlaxaá Íslands. Upptök árinnar er á heiðum . Þar tínast til lækir og lindir og síðan bætist Fitjá í aðalána. Fitjá er sjálf góð veiðiá og gefur oft fyrstu laxana á vorin. Veitt er á sjö stangir á svæðinu og er bakkalengd mikil og veiðistaðir margir og fjölbreytilegir.
Gríðarlega mikil og væn sjóbleikja er og í ánni, en hún fellur í Hópið, sem er hálfsölt blanda af sjávarlóni og stöðuvatni.
Víðidalsá er 14. lengsta á landsins 91 km.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 205 km um Hvalfjarðargöng.