Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Viðfjörður

Viðfjörður er syðstur fjarða, sem ganga suður úr Norðfjarðarflóa. Þar er eyðibýli frá 1955 og vinsæll  viðkomustaður ferðamanna, sem skjótast með bátum frá Neskaupsstað til að njóta dásamlegs umhverfis. Öldum saman var reimt á bænum í Viðfirði og upp úr sauð fyrir miðbik 20. aldar, þegar draugarnir gengu um ljósum logum og voru hættulegir fólki. Þeim var kennt um drukknun þriggja bræðra í róðri haustið 1936. Þórbergur Þórðarson fjallar um Viðfjarðarskottu, afturgengna stúlku af Viðfjarðarætt í verki sínu Viðfjarðarundrin 1943. Áður en bærinn fór í eyði hafði sama ættin búið á bænum síðan í kringum 1750.

Á Engihjalla eru sagðar dysjar þeirra, sem féllu í bardaga milli Viðfirðinga og Sandvíkurmanna, sem börðust vegna misklíðar um beitiland. Í fjallaskarðinu Dys milli Reyðarfjarðar og Viðfjarðar eru sagðar dysjar 17-18 Spánverja, sem Viðfirðingar drápu. Allir, sem fóru um skarðið áttu að kasta steinum í þær sér til ferðarheilla.

Myndasafn

Í grennd

Neskaupsstaður
Neskaupsstaður við norðanverðan Norðfjörð varð löggiltur verzlunarstaður árið 1895 og upp úr því jókst byggð þar. Fram á miðja þessa öld voru samgöngu…
Reyðarfjörður
Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð hafnarskilyrði við…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )