Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Verdalir

Yzt við sunnanverðan Arnarfjörð eru Ystidalur og Miðdalur, sem saman kallast Verdalir og Sandvík. Fyrr  á öldum og fram á síðari hluta 19. aldar iðaði þar allt af lífi, í verbúðum Arnfirðinga. Mikilvægur þáttur í undirbúningi vertíðarinnar var að koma bátunum í gott lag. Það var gert með því að bika þá að utan og innan með hrátjöru. Árabátarnir voru merkileg smíð, flestir voru þeir sexæringar með tvö möstur, framsegl, fokku og aftursegl. Þegar veðrið var orðið gott var fatnaður, rúmföt, rúmstæði, veiðarfæri, eldiviður, koffort og allt annað sem var nauðsynlegt verbúðarlífi flutt á árabátunum yfir í verið. Þegar farmurinn var kominn yfir í Verdali voru torfkofarnir þrifnir hátt og lágt og farangrinum komið fyrir. Síðasta verkið í undirbúningsvinnunni var að ryðja varirnar sem voru yfirleitt orðnar fullar af grjóti eftir vetrarbrimið.

Einn unglingurinn sem réri frá verstöðinni í Verdölum á fyrri hluta 19. aldar varð síðar þekktur fræði- og stjórnmálamaður. Hét hann Jón Sigurðsson og var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Myndasafn

Í grennd

Arnarfjörður
Arnarfjörður er mikill flói, sem opnast milli Kópaness og Sléttaness. Hann er 5-10 km breiður og um 30   km langur inn í botn Dynjandisvogs. Innanvert…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )