Íslenskar veiðifréttir
Veiðifréttir eru okkur nauðsynlegar þegar nær dregur vori og við hugsum til skipulags veiðiársins. Það er alveg heillaráð að eyða að minnsta kosti hluta sumarleyfisins til ferðalaga innanlands. Meðal þess, sem er spennandi og til heilsubótar, er að taka sér veiðistöng í hönd og ganga meðfram bökkum góðrar veiðiár eða veiðivatns. Það er ekkert eins róandi og að tengjast móður náttúru beint. Veiðileyfi hérlendis eru ekki eins dýr og margir halda. Það er hægt að fá ódýr veiðileyfi í margar laxveiðiár og leyfi til silungsveiði í vötnum og ám eru oftast mjög ódýr. Fjöldi laxveiðiáa er u.þ.b. 100 og fjöldi silungsáa og veiðivatna skráðara og óskráðra er nánast óteljandi. Nú er bara að skoða veiðivefinn okkar og njóta veiðisumarsins. Hér eru tenglar í nokkra góða fréttamiðla, sem upplýsa okkur um það helsta sem er að frétta af bæði stangveiði og skotveiði.