Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vatnsdalsá í Vatnsfirði

Vatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd er örstutt á, en allvatnsmikil. Hún fellur úr Vatnsdalsvatni á, skammt austan Brjánslækjar. Sumarveiðin er allt frá örfáum löxum upp í svona 150 á toppsumri. Gósenárin voru, er hvað mest var af hafbeitarlaxi villuráfandi í hafinu. Þá gekk alltaf talsvert af honum í þessa á en mjög hefur dregið úr þeim göngum síðustu árin. Aðeins ein stöng er leyfð í ánni og veiðist stundum drjúgt af sjóbleikju og stöku sjóbirtingur. Leyfi hafa fengist á Brjánslæk.

Vegalengd frá Reykjavík er 340 km og -159 km stytting, ef siglt er með Baldri frá Stykkishólmi til Brjánslækjar

Myndasafn

Í grennd

Flókalundur Bránslækur
Flókalundur er í Vatnsfirði á Barðaströnd. Það er óhætt að fullyrða, að þetta svæði sé meðal hinna allrafegurstu á landinu og landið allt víði vaxið. …
Vatnsdalsvatn
Vatnsdalsvatn er í samnefndum dal inn af Vatnsfirði á Barðaströnd. Það er í 8 m hæð yfir sjó og 2,4 km².  Það er óhætt að fullyrða, að þetta svæði er…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )