Vatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd er örstutt á, en allvatnsmikil. Hún fellur úr Vatnsdalsvatni á, skammt austan Brjánslækjar. Sumarveiðin er allt frá örfáum löxum upp í svona 150 á toppsumri. Gósenárin voru, er hvað mest var af hafbeitarlaxi villuráfandi í hafinu. Þá gekk alltaf talsvert af honum í þessa á en mjög hefur dregið úr þeim göngum síðustu árin. Aðeins ein stöng er leyfð í ánni og veiðist stundum drjúgt af sjóbleikju og stöku sjóbirtingur. Leyfi hafa fengist á Brjánslæk.
Vegalengd frá Reykjavík er 340 km og -159 km stytting, ef siglt er með Baldri frá Stykkishólmi til Brjánslækjar