Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Varmá

Varmá er í Ölfushreppi og heitir neðst Þorleifslækur. Áin liðast niður Ölfushrepp og sameinast Ölfusá u.þ.b. 6 km frá sjó. Varmá rennur gegnum Hveragerði. Þar er Reykjafoss í ánni og lengra gengur fiskur ekki. Reykjafoss er 12. hæsti foss landsins eða um 13 metra hár. Upp af Hveragerði, um Hengilinn, er eitt mesta úrkomusvæði landsins. Getur þar á heitum dögum gert svo mikla úrkomu að Varmá velti fram eins og aurvatn í leysingum.

En sjaldan varir slíkt lengi. Vegna hveravatns, sem sameinast Varmá, er hún hlýjasta á landsins. Í Varmá er sjóbirtingur og bleikja. Lax er þar líka þegar líða tekur á sumar. Veiði hefst í Varmá á opnunardegi stangaveiðinnar 1 apríl.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 35 km.

Myndasafn

Í grennd

Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Hveragerði, Ferðast og Fræðast
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )