Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vaðstakksey

Vaðstakksey er allstór og há (27m) u.þ.b. ½ km norðan Steinólfsskers. Hún hefur verið eign Helgafellskirkju a.m.k. síða á 14. öld. Hún hefur heitið ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, s.s. Vaxtarey í Jarðabókinni frá 1702 og Vaxtakksey í manntalinu frá 1703. Síðan komu nöfnin Vogstakksey og Vallstakksey fyrir. Núverandi nafn kom fyrst fram á prenti í Nýrri jarðabók 1861.

Eyjan er grasgefin og ætti því að hafa freistað einhverra til búsetu en slíkt virðist ekki hafa gerzt fyrr en skömmu fyrir 1700. Búsetan var ekki löng, því að hún er kominn í eyði eftir u.þ.b. sex áratugi. Djúp lægð er norður yfir þvera eyjuna og enn markar fyrir bæjartóttum sunnarlega á henni. Lendingin var sunnan lægðarinnar og önnur svolítið austar. Báðar voru þær slæmar. Þær og lélegt vatnsból hafa líklega valdið stuttri búsetu, en þjóðsagan segir, að fólkið hafi hrökklast þaðan vegna draugagangs og aðsókna. Elliðaey er u.þ.b. 3½ km norðan Vaðstakkseyjar.

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Elliðaey
Elliðaey er fremur stór eyja norðvestan Stykkishólms. Hæst á henni ber Bjarghól og rétt norðan hans er Heiðnaberg, sem Guðmundur biskup góði lét eiga …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )