Vaðalfjöll eru í hánorður frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit. Þar ber mest á tveimur u.þ.b. 100 m háum stuðlabergsstöndum, sem tróna stakir yfir heiðina. Lægri hnjúkurinn er auðveldur uppgöngu en hinn er auðgengastur úr skarði á milli þeirra. Útsýninu ofan af þeim er viðbrugðið. Þetta eru ævagamlir gígtappar úr blágrýti, sem er harðara en umhverfið og hafa því veðrast hægar.