Vaðalfjöll eru í hánorður frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit. Þar ber mest á tveimur u.þ.b. 100 m háum
stuðlabergsstöndum, sem tróna stakir yfir heiðina. Lægri hnjúkurinn er auðveldur uppgöngu en hinn er auðgengastur úr skarði á milli þeirra. Útsýninu ofan af þeim er viðbrugðið. Þetta eru ævagamlir gígtappar úr blágrýti, sem er harðara en umhverfið og hafa því veðrast hægar.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: