Í katólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Maríu guðsmóður og voru útkirkjur frá prestssetrinu í í Laugardal þar til þær urðu útkirkjur frá Torfastöðum með lögum árið 1880. Kirkjunni var þjónað frá Torfastöðum og Skálholti til 1963. Lengi var þjónað í stofunni í Úthlíð eftir að kirkjan fauk 1936.
Nýja kirkjan er hátíðleg og falleg og blasir víða við í nágrenninu. Hún var reist árið 2005-2006 í minningu Ágústu Ólafsdóttur, eiginkonu Björns Sigurðssonar bónda í Úthlíð. Hún lést fyrir aldur fram haustið 2004.
Björn Sigurðsson bóndi í Uthlíd og eigimaður Ágústu Ólafsdóttur. lést á Hjúkrunarheimilinu Móbergi 11. maí, 87 ára að aldri.