Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Urriðavatn

Urriðavatn

Urriðavatn er u.þ.b. 1,1 km², dýpst 15 m og í 40 m yfir sjó. Til þess renna Hafralónslækur og Merkilækur og frá því Urriðavatnslækur. Veiðileyfin gilda í það allt. Vatnið er við vegamót vega nr. 1 og 925.
er veitt í Hafralækjarósi hjá útrennsli Urriðavatnslækjar, frá Hitaveitutanga og víðar. Í vatnunu er urriði og bleikja. Bleikjan er frá nokkur hundruð grömmum upp í 3 pund, mest 1 pund. Urriðinn er frá 250 gr upp í 5 pund, mest um 2. punda fiska.
Gott berjaland er við vatnið. Heitu uppspretturnar í vatninu heita „Tuskuvakir”. Nykur hélt til í vatninu og hefur liðið vel í ylnum. Hann sást helst í ljósaskiptunum á beit.

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.

Veiðitímabilið er allt árið.

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Jón Steinar Benjamínsson, Urriðavatni, s: 471-2060
Vegalengdin frá Reykjavík er 664 km um Hvalfjarðargöng og um 5 km frá Egilsstöðum.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )