Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Urriðavatn

urridavatn strandir

Urriðavatn er í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu á Bjarnafjarðarhálsi. Það er 1,4 km², dýpst 20 m og í   172 m hæð yfir sjó. Það er drjúg gönguleið að vatninu, leið, sem fáir nenna að leggja á sig nú til dags, en þarna lá gamla alfaraleiðin.

Gangan tekur u.þ.b. 1 klst. En, ef fleiri hefðu heyrt tröllasögurnar af stórum kippum af vænum urriða, þá nenntu því trúlega fleiri en raun ber vitni. Sagt er, að mikið af fiskinum sé 2-4 pund og taki oft spón eins og þorskur. Þá ætti líka að vera hægt að ná honum á straumflugur.

Vegalengdin frá Reykjavík er 300km um Hvalfjarðargöng og 30 km frá Hólmavík.

Myndasafn

Í grennd

Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )