Urriðavatn er í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu á Bjarnafjarðarhálsi. Það er 1,4 km², dýpst 20 m og í 172 m hæð yfir sjó. Það er drjúg gönguleið að vatninu, leið, sem fáir nenna að leggja á sig nú til dags, en þarna lá gamla alfaraleiðin.
Gangan tekur u.þ.b. 1 klst. En, ef fleiri hefðu heyrt tröllasögurnar af stórum kippum af vænum urriða, þá nenntu því trúlega fleiri en raun ber vitni. Sagt er, að mikið af fiskinum sé 2-4 pund og taki oft spón eins og þorskur. Þá ætti líka að vera hægt að ná honum á straumflugur.
Vegalengdin frá Reykjavík er 300km um Hvalfjarðargöng og 30 km frá Hólmavík.