Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Urriðafoss Laxveiði

Urriðafoss í Þjórsá

Urriðafoss í Þjórsá

Þjórsá geymir einn stærsta villta laxastofn landsins og hefur laxveiði verið stunduð þar lengur en elstu  menn muna. Laxveiði hefur að mestu verið stunduð með netum og stangveiði lítið sem ekkert stunduð þar til sumarið 2017. Sl tvö ár hafa verið ótrúleg og hefur Urriðafoss trjónað á toppnum yfir bestu laxveiðisvæði landsinns miðað við veiði per stöng frá því að stangveiði byrjaði á svæðinu !!!

Urriðafoss er ein af náttúruperlum íslands og menn eru skyldaðir til þess að ganga vel um svæðið og hirða allt rusl.

Sannir veiðimen skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins minningarnar með sér heim!

Veiðin

Vatnið í Þjórsá er jökulvatn og er allflesta daga litað en mismunandi mikið litað. Svo maðkveiði eða veiðar með t.d. túbu og sökku hentar mjög vel. Þá daga sem vatnið er fallegt á litin er einnig hægt að nota venjulegar flugur og útbúnað sem hentar þannig veiðum.

Myndasafn

Í grennd

Veiðifréttir
Íslenskar veiðifréttir Veiðifréttir eru okkur nauðsynlegar þegar nær dregur vori og við hugsum til skipulags veiðiársins. Það er alveg heillaráð að e…
Þjórsá
Mynd Urriðafoss Þjórsá lengsta á landsins. Landnáma skýrir á eftirfarandi hátt frá nafngift árinnar: „Þórarinn hét maður, son Þorkels úr Alviðru Hal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )