Urðarhæðavatn er á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu, örskammt norðvestan Úlfsvatns. Það er 2,3 km², grunnt og í 447 m hæð yfir sjó. Urðhæðavatnslækur rennur úr því til Kvíslavatns nyrðra. Fiskurinn í vatninu er góður, bæði urriði og bleikja. Jeppafært er að vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 200 km.