Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Unaós, Hjaltastaðaþinghá

Unaós er austasti bær í Hjaltastaðaþinghá við ósa Selfljóts.

Landnámsmaðurinn þar var Uni Garðarsson, sem kom til Íslands í erindum Haraldar  hárfagra, sem vildi ná landinu undir sig. Uni var sonur Garðars Svavarssonar, eins hinna þriggja landafundamanna, sem fundu Ísland. Erindi Noregskonungs var illa tekið meðal landsmanna og gerðu Una illvært í landinu (Landnáma). Hann hröklaðist suður í Álftafjörð og Síðu að bænum Á, þar sem hann lét líf sitt fyrir hendi Leiðólfs kappa.

Ofan Unaóss er Vatnsskarð á milli Sönghofsfjalls (431m) og Geldingafjalls, þar sem vegurinn frá 1950 liggur til Njarðvíkur og áfram til Borgarfjarðar eystri. Lítið undirlendi er austan og utan Unaóss. Þar er Krosshöfði, þar sem Óshöfn var löggilt árið 1902. Þar var útibú frá verzluninni Framtíðinni á Seyðisfirði í u.þ.b. 20 ár, þar til Kaupfélag Borgarfjarðar tók við henni. Í heimsstyrjöldinni síðari höfðust þýzkir njósnarar við í helli utan Unaóss um tíma.

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Illdeilur og morð á Austurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Austurlandi. Aðalból Gröf Hvalnes Illdeilur og morð á …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Veiðiflakkarinn
Það er alveg heillaráð að eyða að minnsta kosti hluta sumarleyfisins til ferðalaga innanlands. Meðal þess, sem er spennandi og til heilsubótar, er að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )