Tröllatunguheiði er 400 m hár, sumarfær fjallvegur milli Geiradals í Austur-Barðastrandarsýslu og Steingrímsfjarðar í Strandasýslu. Heiðin er þakin grýttum melum, mýrum og vötnum. Stærstu vötnin eru Miðheiðarvatn og Langavatn.
Miðheiðarborg er mest áberandi á leiðinni og útsýni af háheiðinni er fagurt á góðum degi. Arnkötludalur er vestan heiðarinnar. Þar eru rústir tveggja eyðibýla.
Vegalendin milli Gautadals í Geiradal og Tröllatungu í Tungusveit við Steingrímsfjörð er u.þ.b. 23 km.