Sögusvið margra skáldsagna Gunnars Gunnarssonar er á heiðunum inn af firðinum og á aldarafmæli skáldsins árið 1989 var afhjúpaður minnisvarði um hann á Vopnafirði.
Tjaldsvæðið er staðsett á fallegum stað ofarlega í þéttbýlinu norðanverðu. Er á tveimur flötum þar sem útsýnið yfir þéttbýlið, fjörðinn og að myndarlegum fjöllunum handan fjarðarins er hreint magnað. Tjaldsvæðið er fremur smátt enda byggt fyrir tíma hinna stórvöxnu felli- og hjólhýsa. Skammt neðan tjaldsvæðisins er leikvöllur leikskólans og handan Lónabrautar skólalóðin með m. a. sparkvelli.
Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Veiðileyfi
Eldunaraðstaða
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir
Hestaleiga
Sundlaug
Sturta
Golfvöllur
Rafmagn