Eldgos hófst á Heimaey 23. janúar árið 1973 og eyðilagði og/eða skemmdi u.þ.b. 40% af öllum húsum bæjarins. Vestmannaeyjar hafa verið næstmikilvægasta verstöð landsins til fjölda ára og byggist afkoma heimamanna að mestu leyti á fiskvinnslu og útgerð. Fræg er þjóðhátíð Eyjamanna, sem haldin er ár hvert um verzlunarmannahelgi og dregur til sín fólk alls staðar að af landinu.
Tjaldsvæðið er staðsett í Herjólfsdal. Svæðið er þannig girt af með fjalli í laginu eins og skeifa sem veitir svæðinu gott skjól.
Þjónusta í boði
Aðgengi fyrir hjólastóla
Eldunaraðstaða
Kalt vatn
Eldunaraðstaða
Rafmagn
Losun skolptanka
Heitt vatn
Sturta
Gönguleiðir