Við tjaldsvæðið eru bílastæði en þaðan liggja merktar gönguleiðir um þjóðgarðinn. Á staðnum bjóða landverðir upp á fjölbreyttar gönguferðir, sem auglýstar eru í þjónustumiðstðinni. Má þar nefna Giljaleið að Svartafossi, sem tekur um 2 klst., og gönguleið á Sjónarsker eða að rótum Skaftafellsjökul. Af lengri leiðum má nefna gönguleið á Kristínartinda, að upptökum Skeiðarár um Bæjarstaðarskóg.
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður 1967 en síðan 2008 hefur Skaftafell verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Í Skaftafelli er að finna margar og fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi.
Þjónusta í boði:
Aðgengi fyrir hjólastóla
Losun skolptanka
Salerni
Heitt vatn
Sturta
Gönguleiðir
Aðgangur að neti
Þvottavél
Barnaleikvöllur
Kalt vatn
Hundar leyfðir
Rafmagn