Melrakkaslétta er nyrzt allra staða á Íslandi, nær miðnætursól en nokkur annar staður á landinu. Mikið fuglalíf er á þessum slóðum yfir sumartímann og víða eru góðar aðstæður til fuglaskoðunar, sérstaklega með ströndinni norður af Raufarhöfn. Áætlað er að yfir 20 þúsund norrænir vaðfuglar noti Melrakkasléttu sem viðkomustað á leið til varpstöðva sinna.
Tjalsvæðið á Raufarhöfn er á rólegum stað við tjörnina. Öll þjónusta er í göngufæri frá svæðinu. Aðstaðan á tjaldsvæðinu er góð og snyrtileg.
Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Veitingahús
Sundlaug
Sturta
Gönguleiðir
Veiðileyfi
Þvottavél
Salerni
Hundar leyfðir
Rafmagn