Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður menningar og verzlunar á Vestfjörðum. Menning er þar fjölskrúðug og Ísfirðingar eru þekktir af fjölbreyttu tónlistarlífi. Verzlun hefur verið stunduð á Ísafirði frá tímum einokunarinnar og er enn rekin þar með myndarskap.
Í Tungudal er aðaltjaldsvæði Ísfirðinga. Unnið hefur verið að uppbyggingu á allri aðstöðu og fegrun svæðisins. Staðurinn er frá náttúrunnar hendi afar hentugur, skjólsæll og fagur. Talsverður trjágróður er á tjaldsvæðinu.
Þjónusta í boði
Leikvöllur
Eldunaraðstaða
Sturta
Þvottavél
Salerni
Eldunaraðstaða