Grundarfjörður fékk kaupstaðaréttindi árið 1787, en þau voru tekin aftur 1836. Um aldarmótin 1800 fengu Frakkar aðsetur í Grundarfirði og byggðu þar m.a. sjúkraskýli og kirkju. Þeir fóru þaðan um 1860. Frá Grundarkampi er ágæt gönguleið að Grundarfossi og Kvernárfossi. Næsti fjörður vestan Grundarfjarðar er Kolgrafafjörður, sem hét forðum Urthvalafjörður, síðar Hvalafjörður og Hvalfjörður áður en hann fékk núverandi nafn. Þar næst kemur Hraunsfjörður, sem dregur nafn af Berserkjahrauni.
Tjaldsvæðið á Grundarfirði er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins. Svæðinu er skipt upp í nokkur minni svæði þar sem hver og einn gestur getur fundið náttstað við sitt hæfi.