Samkvæmt Landnámu nam maður að nafni Þormóður land á þessum slóðum. Kaldbakur er á aðra hönd en Þengilhöfði á hina og láglendið Höfðahverfi frá víkinni suður að Fnjóská er þéttbýlt og búsældarlegt.
Tjaldsvæðið á Grenivík er vel staðsett og vel búið tjaldsvæði á góðum stað á Norðurlandi. Það var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla. Aðgengi er að rafmagni og sturtu með rennandi heitu vatni.
Þjónusta í boði:
Bátar til leigu
Gönguleiðir
Farfuglaheimili
Rafmagn