Egilsstaðir eru samgöngumiðstöð Austurlands og fjöldi ferðamanna vex með ári hverju. Íslenskir ferðalangar sækja og mjög til Fljótsdalshéraðs að sumri til, enda er náttúrufegurð einstök sem og veðurblíðan.
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er opið allt árið. Tjaldsvæðið er miðsvæðis í bænum í klettaskjóli við Kaupvang, steinsnar frá helstu verslunar- og þjónustuaðilum á Egilsstöðum.
Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Salerni
Rafmagn
Eldhúsaðstaða
Þvottavél og þurrkarar
Kalt vatn / heitt vatn
Hundar í bandi leyfðir
Hárblásarar til láns
Sturta (innifalin í verði)
Úrgangslosun
Hjólaleiga
wifi
Nánari upplýsingar:
Kaupvangur 17
700 Egilsstaðir
Netfang:
Sími:
Vefsíða: ?