Áætlunarferðir eru á milli Árskógssands og Hríseyjar og frá Dalvík til Grímseyjar. Minja- og náttúrugripasafn er á Dalvík og eru þar tvær stofur helgaðar frægustu Dalvíkingunum, þeim Dr. Kristjáni Eldjárn, fyrrverandi forseta Íslands og Jóhanni Péturssyni – Jóhanni risa – en hann var með hæstu mönnum í heimi á sínum tíma.
Á tjaldsvæðinu á Dalvík er heitt og kalt vatn, 2 sturtur og snyrtingar ásamt aðstöðu til að þvo leirtau.
Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Þvottavél
Salerni
Gönguleiðir
Hestaleiga
Sundlaug
Sturta
Rafmagn