Barðstrendingafélagið í Reykjavík lét reisa gisti- og veitingahús í Bjarkarlundi á árunum 1945-47. Skammt þaðan, norðuraf, eru Vaðalfjöll (1½ klst. ganga). Berufjarðarvatn er sunnan Bjarkarlundar. Alifiskalækur rennur í það.
Þorskfirðingasaga segir, að fiskar hafi verið fluttir í lækinn. Það mun vera elzta sögn um fiskirækt á Íslandi.
Tjaldsvæðið: