Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Þrastarlundur

Þrastarlundur tjaldsvæði

Tjaldsvæði í Þrastarskógi

Tryggvi Gunnarsson gaf Ungmennafélagi Íslands 45 ha svæði meðfram Soginu á 76.   afmælisdegi sínum árið 1911 og það fékk nafnið Þrastarskógur árið 1913. UMFÍ hóf strax ræktun og sumar hvert er ráðinn skógarvörður til að hafa umsjón með svæðinu. Hvergi annars staðar á landinu eru fleiri sumarbústaðir en í Grímsnesinu í kringum Þrastarskóg.

Göngustígar liggja um allan skóginn og þar er tjaldsvæði með hreinlætisaðstöðu og aðstöðu til að elda utanhúss. Þrastarlundur er veitingastaður við innreiðina í skóginn. Þar eru allar almennar veitingar seldar og stundum eru þar málverkasýningar á sumrin. Hugmyndasamkeppni var haldin um framtíðarskipulag skógarins árið 1989 og síðan hefur verið unnið eftir hugmyndunum.

Myndasafn

Í grennd

Grímsnes hreppur
Aðalatvinnuvegir í hreppnum eru landbúnaður, þjónusta við íbúa og sumargesti og ferðaþjónusta í vaxandi mæli. Einnig hafa nokkrir atvinnu við Sogsvirk…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Tjaldstæði á Suðurlandi
Tjaldsvæði Um tjaldsvæði á Suðurlandi gildir að almennt er bannað að tjalda í þéttbýlum, nema á merktum tjaldsvæðum. Flest eru opin frá maí og fram í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )