Hafnafjörður býður allt hið bezta í ferðaþjónustu og menningarlífi og stutt er í silungsveiði í vötnum. Göngumögleikar eru miklir jafnt innan bæjar sem utan og útivistarfólk finnur hér flest við sitt hæfi. Golfvöllurinn á Hvaleyrarholti er með vinsælustu golfvöllum landsins og er fjölsóttur af heimamönnum og gestum.
Gönguleiðir í Hafnarfirði og nágrenni: Hellisgerði er vinsæll staður innan bæjar en Heiðmörk er í næsta nágrenni. Þar eru margar gönguleiðir og fjöldi fólks unir sér vel á Kaldárselssvæðinu. Þá má nefna, að aðalgönguleiðin um Reykjanes endilangt, Reykjavegur, er skammt frá bænum.
Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðistaðatúni.
Opnunartímar:
15.maí – 15.september
Þjónusta:
Salerni
Eldunaraðstaða
Þvottavél
Þurkari
Eldunaraðstaða
Sturta
Leikvöllur
Internet
Upplýsingar:
Hraunbyrgi
Hjallabraut 51
220 Hafnarfjörður
Email:
Sími: +354
Vefsíða: