Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfklúbburinn Keilir

Hvaleyrarvöllur
220 Hafnarfjörður
Sími: 565-3360
Fax: 565-2560
18 holur, par 36/35

Golfklúbburinn Keilir var stofnaður 18. febrúar 1967 í Félagsheimili Kópavogs. Framhaldsstofnfundur var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði 25. apríl 1967. Samið var við Hafnarfjarðarbæ um afnot af Hvaleyrinni til golfvallargerðar. Þá voru enn þá ábúendur á sumum smájörðunum á landinu, þannig að nokkurn tíma tók að fá allt landið og klúbburinn fékk íbúðarhúsið að Vesturkoti undir félagsheimili. Níu holu völlur var í notkun til 1972, þegar nýr 12 holu völlur var tekinn í notkun. Byrjað var að spila Hvaleyrarvöllinn í núverandi mynd árið 1997. Hvaleyrarvöllur hefur í gegnum árin verið annálaður fyrir góðar brautir og eftir að nýi völlurinn í Hvaleyrarrauni var opnaður hafa flatirnar fengið lofsverða athygli fyrir að vera sérstaklega góðar. (heimild: vefsetur GKH).

Hvaleyrarvöllur hefur um árabil þótt einn allra fremsti golfvöllur Íslands og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar því til staðfestingar. Sumarið 2017 voru þrjár nýjar brautir teknar í notkun á Hvaleyrinni í stað eldri brauta. Tókust breytingarnar afar vel upp en fyrst var keppt á þeim á Íslandsmótinu í höggleik 2017.

Fyrri 9 holur vallarins, Hraunið, eru lagðar í hraunbreiðu sem getur reynst kylfingum afar erfið viðureignar missi þeir boltann út af brautum.

Seinni 9 holur vallarins, Hvaleyrin, er af ætt links-golfvalla þar sem sjórinn og djúpar sandglompur koma mikið við sögu.Golf

Myndasafn

Í grennd

Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…
Hafnarfjörður
Hafnarfjörður, sem gengur undir nafninu „Bærinn í hrauninu”, fékk ekki kaupstaðarréttindi fyrr en árið   1908 þó svo að staðurinn hafi verið einn miki…
Höfuðborgarsvæðið, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá botni Hvalfjarðar og vestan Þingvallavatns til sjávar við rætur Reykjaness. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæði…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )