Hvalveiðistöðin á Flateyri brann árið 1901 og í kjölfar þess gaf Ellefsen Hannesi Hafstein ráðherra íbúðarhús sitt að Sólbakka. Húsið, sem er hið reisulegasta, lét Hannes flytja til Reykjavíkur og er það nú ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu.
Tjaldsvæðið er staðsett fyrir neðan varnargarðinn í fallegum trjálundi, rétt hjá tjaldsvæðinu er leiksvæði fyrir börn og grillaðstaða. Stutt ganga er að sundlaug og veitingastað.
Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Kalt vatn
Salerni
Rafmagn