Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Ásbyrgi Vesturdal

Ásbyrgi

Talið er, að Ásbyrgi hafi myndazt við tvö hamfarahlaup, annað fyrir 8-10 þúsund árum en hið síðara fyrir u.þ.b. 3 þúsund árum. Síðan hefur Jökla fært sig til austurs. Þjóðsagan segir, að hinn áttfætti hestur Óðins, Sleipnir, hafi stigið þar niður fæti, þegar goðið var á yfirreið. Ásbyrgi er hluti þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum, nú Vatnajökulsþjóðgarðs, en var áður í umsjá Skógræktar ríkisins.

Í Vesturdal er annað af tveimur tjaldsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum, í Ásbyrgi er stærra tjaldsvæði.

Landverðir eru með skrifstofu á svæðinu sem er opin frá 9 til 19 yfir hásumarið. Þar má fá upplýsingar um þjóðgarðinn, náttúrufar og gönguleiðir. Í Ásbyrgi, 14 km frá Vesturdal er Gljúfrastofa, upplýsinga-og þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði. Í Gljúfrastofu er áhugaverð sýning um náttúrfar og jarðfræði Jökulsárgljúfra. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um náttúru og sögu svæðisins, gönguleiðir og þjónustu.

Myndasafn

Í grennd

Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt   svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )