Þverárvatn er í Jökuldalshreppi í N.-Múlasýslu. Það er 0,64 km² og í 519 m hæð yfir sjó. Þverá rennur frá í gegnum það. Neðst heitir hún Garðá, þegar hún fellur í Jökulsá skammt vestan við Brú. Jeppafært er frá Brú til vatnsins. Nokkuð góð bleikja er í vatninu. Eigendur stunda netaveiði í vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er 582 km og um 93 frá Egilsstöðum.